Tíu tímamótaleikir í tölum hjá strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Strákarnir okkar eru komnir á EM. vísir/getty Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira