Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2014 08:00 Ríkisstjórnarflokkarnir héldu báðir þingfundi í gær vegna tillögunnar. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira