„Niðurstaða er bara niðurstaða“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 20:23 VISIR/VILHELM „Ég held að það sé bara önnur, skynsamlegri leið í þessu. Ekki það að ég sé ekki á móti því að fara í ESB. Ég er bara ekki viss um að þetta sé rétta leiðin miðað við hvernig andrúmsloftið í samfélaginu er og svona. Krafan er um annan framgang á þessu máli,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hann telur rétt að úr því að farið var þessa leið á sínum tíma að sérlausn finnist með góðum fyrirvara. „Ég vil fá það bara afgreitt. Ég vil helst hætta þessum viðræðum og tel að ekkert sé að hafa. En gagnvart öðru fólki, sem er á annarri skoðun en ég, þá hef ég bara fyrirvara með þetta.“ Brynjar segir að nú sé verið að gera það sama og gert var árið 2009. „Menn tóku bara þingsályktunartillögu um að fara í viðræðurnar án þess að tala við fólkið og nú er bara farið hinn veginn.“ Þá segir hann að deildur um ESB í Sjálfstæðisflokknum hafa legið fyrir lengi. „Auðvitað veit ég ekki hvað menn gera, en þetta er bara einhver niðurstaða. Það koma kosningar aftur og Evrópusambandið er ekkert að fara. Mér finnst ekki tilefni til þess. Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu. Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk, geta ekki farið neitt annað,“ aðspurður um mögulegan klofning innan flokksins. Hann segir þetta ekki í andstöðu við stefnuskrá landsfundar og segir menn túlka þetta með sínum hætti. Hann segir að miðað við þær samræður sem hann hafi átt og texta sem hann hefur lesið, að þá geti hann ekki séð að þetta sé í andstöðu við það. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu.Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ „Niðurstaða er bara niðurstaða,“ segir Brynjar að lokum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
„Ég held að það sé bara önnur, skynsamlegri leið í þessu. Ekki það að ég sé ekki á móti því að fara í ESB. Ég er bara ekki viss um að þetta sé rétta leiðin miðað við hvernig andrúmsloftið í samfélaginu er og svona. Krafan er um annan framgang á þessu máli,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hann telur rétt að úr því að farið var þessa leið á sínum tíma að sérlausn finnist með góðum fyrirvara. „Ég vil fá það bara afgreitt. Ég vil helst hætta þessum viðræðum og tel að ekkert sé að hafa. En gagnvart öðru fólki, sem er á annarri skoðun en ég, þá hef ég bara fyrirvara með þetta.“ Brynjar segir að nú sé verið að gera það sama og gert var árið 2009. „Menn tóku bara þingsályktunartillögu um að fara í viðræðurnar án þess að tala við fólkið og nú er bara farið hinn veginn.“ Þá segir hann að deildur um ESB í Sjálfstæðisflokknum hafa legið fyrir lengi. „Auðvitað veit ég ekki hvað menn gera, en þetta er bara einhver niðurstaða. Það koma kosningar aftur og Evrópusambandið er ekkert að fara. Mér finnst ekki tilefni til þess. Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu. Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk, geta ekki farið neitt annað,“ aðspurður um mögulegan klofning innan flokksins. Hann segir þetta ekki í andstöðu við stefnuskrá landsfundar og segir menn túlka þetta með sínum hætti. Hann segir að miðað við þær samræður sem hann hafi átt og texta sem hann hefur lesið, að þá geti hann ekki séð að þetta sé í andstöðu við það. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu.Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ „Niðurstaða er bara niðurstaða,“ segir Brynjar að lokum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira