Guðmundur Karlsson hættur með kvennalið FH Elvar Geir Magnússon skrifar 14. desember 2010 12:21 Guðmundur Karlsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari FH í N1-deild kvenna. Guðmundur var á sínu fjórða tímabili með liðið. FH er í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum frá næsta liði fyrir ofan. Liðið vann síðasta deildarleik sinn undir stjórn Guðmundar, gegn Gróttu 24-21. Um ákvörðunina segir Guðmundur á heimasíðu FH: „Þegar lagt var af stað með að byggja upp kvennalið FH var það sannur heiður fyrir mig að koma að því að hjálpa mínu uppeldisfélagi. Lagt var upp með metnaðarfulla áætlun sem miðaði að því að koma liðinu í fremstu röð á 3-4 árum en það hefur ekki gengið eftir. Framfarir hafa þó verið góðar og margir leikmenn komist í og leikið lykilhlutverk með yngri landsliðum Íslands. Einnig lék liðið til úrslita í Bikarkeppni HSÍ árið 2009 en stóra skrefið í átt að stöðugleika hefur ekki verið tekið." „Fyrir þessu eru margar ástæður en erfið fjárhagsstaða hefur að sjálfsögðu gert þetta allt erfiðara, enda er handknattleiksdeild FH að starfa í erfiðu umhverfi. Umgjörð og aðbúnaður meistaraflokks kvenna í FH hefur ekki verið eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og engar auðveldar lausnir í boði. Eftir að hafa lagt allt mitt af mörkum til verkefnisins ákvað ég að stíga til hliðar í þeirri von að hægt verði að halda uppbyggingunni áfram á traustum grunni. Áfram FH." Þorgeir Arnar Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH ritar eftirfarandi: „Það var ekki ósk stjórnar handknattleiksdeildar að Guðmundur léti af störfum. Margir samverkandi þættir hafa haldið aftur af því uppbyggingarstarfi sem lagt var upp með árið 2007 en Guðmundur hefur alltaf komið fram af heiðarleika og fagmennsku sem hæfir þjálfara í hans gæðaflokki. Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna með Guðmundi og óskum við honum alls hins besta í framtíðinni, á sama tíma og við þökkum honum fyrir gott og óeigingjarnt starf undanfarin þrjú og hálft ár." Tilkynnt verður um eftirmann Guðmundar á allra næstu dögum. Olís-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Guðmundur Karlsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari FH í N1-deild kvenna. Guðmundur var á sínu fjórða tímabili með liðið. FH er í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum frá næsta liði fyrir ofan. Liðið vann síðasta deildarleik sinn undir stjórn Guðmundar, gegn Gróttu 24-21. Um ákvörðunina segir Guðmundur á heimasíðu FH: „Þegar lagt var af stað með að byggja upp kvennalið FH var það sannur heiður fyrir mig að koma að því að hjálpa mínu uppeldisfélagi. Lagt var upp með metnaðarfulla áætlun sem miðaði að því að koma liðinu í fremstu röð á 3-4 árum en það hefur ekki gengið eftir. Framfarir hafa þó verið góðar og margir leikmenn komist í og leikið lykilhlutverk með yngri landsliðum Íslands. Einnig lék liðið til úrslita í Bikarkeppni HSÍ árið 2009 en stóra skrefið í átt að stöðugleika hefur ekki verið tekið." „Fyrir þessu eru margar ástæður en erfið fjárhagsstaða hefur að sjálfsögðu gert þetta allt erfiðara, enda er handknattleiksdeild FH að starfa í erfiðu umhverfi. Umgjörð og aðbúnaður meistaraflokks kvenna í FH hefur ekki verið eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og engar auðveldar lausnir í boði. Eftir að hafa lagt allt mitt af mörkum til verkefnisins ákvað ég að stíga til hliðar í þeirri von að hægt verði að halda uppbyggingunni áfram á traustum grunni. Áfram FH." Þorgeir Arnar Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH ritar eftirfarandi: „Það var ekki ósk stjórnar handknattleiksdeildar að Guðmundur léti af störfum. Margir samverkandi þættir hafa haldið aftur af því uppbyggingarstarfi sem lagt var upp með árið 2007 en Guðmundur hefur alltaf komið fram af heiðarleika og fagmennsku sem hæfir þjálfara í hans gæðaflokki. Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna með Guðmundi og óskum við honum alls hins besta í framtíðinni, á sama tíma og við þökkum honum fyrir gott og óeigingjarnt starf undanfarin þrjú og hálft ár." Tilkynnt verður um eftirmann Guðmundar á allra næstu dögum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira