Nadal betri en Federer Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 13:29 Rafael Nadal fagnar stigi í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á. Erlendar Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á.
Erlendar Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira