Meistararnir úr leik á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2009 16:02 Rafael Nadal og Ana Ivanovic kvöddu í gær. Nordic Photos / AFP Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl. Erlendar Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl.
Erlendar Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira