BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum 16. febrúar 2007 13:33 Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira