Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins 23. desember 2006 00:01 Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest. Innlent Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest.
Innlent Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira