Hugsuður viðskiptalífsins ræðir um samkeppnishæfni 27. september 2006 00:01 Michael E. Porter á ráðstefnu á indlandi Prófessor Porter er eftirsóttur fyrirlesari um stefnumótun og samkeppnishæfni víða um heim. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og skipar eina virðingarverðustu stöðuna innan Harvard háskóla. Nordicphotos/AFP Bandaríski hagfræðingurinn Michael E. Porter er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun halda tvo fyrirlestra meðan á dvöl hans stendur. Fyrri fyrirlesturinn verður á ráðstefnu á Hótel Nordica að morgni 2. október en þar mun hann kynna í fyrsta sinn niðurstöður nýrrar rannsóknar um samkeppnishæfni Íslands. Í hádeginu tekur Porter svo við heiðurdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskólans. Að því loknu mun Porter flytja seinni fyrirlestur sinn í Háskólabíói og ber hann heitið "What is strategy?" Heimsókn Porters er svo sannarlega hvalreki á fjörur jafnt stjórnenda fyrirtækja sem og hag- og viðskiptafræðinga og áhugamanna en hann er með virtustu hagfræðingum í heimi og af mörgum talinn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar. Porter hefur fengið fjölda virtra viðurkenninga fyrir störf sín og var kosinn einn helsti og áhrifamesti hugsuður viðskiptalífsins undir lok síðasta árs. Til samanburðar var Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, í öðru sæti listans sem náði yfir 50 helstu stjórnendur og hugsuði í viðskiptalífinu um allan heim.sérfræðingur í stefnumótunMichael E. Porter fæddist árið 1947. Hann lauk B.E.S. gráðu með láði í geimtækni og vélaverkfræði frá Princeton University árið 1969 og var í kjölfarið valinn í tvö heiðursmannafélög háskólastúdenta við skólana. Tveimur árum síðar lauk hann svo M.B.A. prófi frá Harvard Business School og hlaut doktorsgráðu í viðskiptahagfræði frá Harvard háskóla árið 1973.Hann gegnir prófessorsstöðu við Harvard Business School en árið 2001 komu skólinn og Harvard háskóli á fót stofnun stefnumótunar og samkeppnishæfni (Institute for Strategy and Competitiveness ) til að efla starf hans. Þetta mun vera það lengsta sem nokkur prófessor kemst í Harvard og sýnir vel hversu hátt hann er metinn í fræðasamfélaginu í Bandaríkjunum.Stofnun Porters hefur boðið viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands til samstarfs um kennslu í rekstrarhagfræði á meistarastigi með sérstakri áherslu á samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóða (Microeconomics of Competitiveness) og er það nú í undirbúningi.Porter hefur sleitulítið starfað á sviði hagfræði frá upphafi ferils síns en aðalsvið hans er stefnumótun fyrirtækja, samkeppnisaðferðir og samkeppnishæfni og efnahagsleg þróun þjóða um allan heim. Þá hefur hann samhliða því verið ráðgjafi um stefnumótun hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum í heimalandi sínu og hjá ýmsum alþjóðlegum fyrirtækjum. En auk þessa þá er hann einnig aðal stefnuráðgjafi bandaríska hafnaboltaliðsins Boston Red Sox sem keppir í atvinnumannadeildinni vestra.afkastamikill og virtur höfundurSamhliða starfi sínu sem prófessor í Harvard hefur Porter skrifað 17 bækur og yfir 125 greinar, sem margar hverjar hafa verið kenndar í stefnumótun víða um heim, þar á meðal hér á landi. Þrjár bækur hans um stefnumótun og samkeppnishæfni skipa hins vegar stærstan sess í höfundarverki Porters en þær skutu honum upp á stjörnuhimininn á sviði stefnumótunar.Fyrsta bókin, Competitive Strategy: Techniques for Analyzing Industries and Competitors, kom út árið 1980. Hún hefur verið prentuð 63 sinnum og þýdd á 19 tungumál. Þar fjallaði Porter um samkeppniskraftagreininguna svokölluðu, sem tekur á þeim öflum sem fyrirtæki þurfa að kljást við í umhverfi sínu.Hin bókin er Competitive Advantage: Creating and Sustaining Superior Performance, sem kom út fimm árum síðar, og hefur hún verið prentuð 38 sinnum. Þriðja bókin, The Competitive Advantage of Nations, kom svo út fyrir sextán árum en hvati hennar var þegar Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, skipaði hann í nefnd sína um samkeppnishæfni iðnaðarins árið 1983. Bókin varð síðan upphafið að vangaveltum hans sem snúa að að samkeppnishæfni og efnahagslegri þróun. Í bókinni er varpað fram nýrri kenningu um samkeppni þjóða, ríkja og svæða og uppsprettu efnahagslegrar velmegunar þeirra. Henni var fylgt eftir með yfirgripsmikilli röð bóka um áhrif staðsetningar á samkeppni með áherslu á hlutverk þyrpinga. Þessar kenningar hafa haft mikil áhrif á stefnumótun efnahagsmála um allan heim.Porter mun vera með átjándu bók sína í smíðum og er hann sagður stefna að því að ljúka henni á þessu ári. Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Bandaríski hagfræðingurinn Michael E. Porter er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun halda tvo fyrirlestra meðan á dvöl hans stendur. Fyrri fyrirlesturinn verður á ráðstefnu á Hótel Nordica að morgni 2. október en þar mun hann kynna í fyrsta sinn niðurstöður nýrrar rannsóknar um samkeppnishæfni Íslands. Í hádeginu tekur Porter svo við heiðurdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskólans. Að því loknu mun Porter flytja seinni fyrirlestur sinn í Háskólabíói og ber hann heitið "What is strategy?" Heimsókn Porters er svo sannarlega hvalreki á fjörur jafnt stjórnenda fyrirtækja sem og hag- og viðskiptafræðinga og áhugamanna en hann er með virtustu hagfræðingum í heimi og af mörgum talinn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar. Porter hefur fengið fjölda virtra viðurkenninga fyrir störf sín og var kosinn einn helsti og áhrifamesti hugsuður viðskiptalífsins undir lok síðasta árs. Til samanburðar var Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, í öðru sæti listans sem náði yfir 50 helstu stjórnendur og hugsuði í viðskiptalífinu um allan heim.sérfræðingur í stefnumótunMichael E. Porter fæddist árið 1947. Hann lauk B.E.S. gráðu með láði í geimtækni og vélaverkfræði frá Princeton University árið 1969 og var í kjölfarið valinn í tvö heiðursmannafélög háskólastúdenta við skólana. Tveimur árum síðar lauk hann svo M.B.A. prófi frá Harvard Business School og hlaut doktorsgráðu í viðskiptahagfræði frá Harvard háskóla árið 1973.Hann gegnir prófessorsstöðu við Harvard Business School en árið 2001 komu skólinn og Harvard háskóli á fót stofnun stefnumótunar og samkeppnishæfni (Institute for Strategy and Competitiveness ) til að efla starf hans. Þetta mun vera það lengsta sem nokkur prófessor kemst í Harvard og sýnir vel hversu hátt hann er metinn í fræðasamfélaginu í Bandaríkjunum.Stofnun Porters hefur boðið viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands til samstarfs um kennslu í rekstrarhagfræði á meistarastigi með sérstakri áherslu á samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóða (Microeconomics of Competitiveness) og er það nú í undirbúningi.Porter hefur sleitulítið starfað á sviði hagfræði frá upphafi ferils síns en aðalsvið hans er stefnumótun fyrirtækja, samkeppnisaðferðir og samkeppnishæfni og efnahagsleg þróun þjóða um allan heim. Þá hefur hann samhliða því verið ráðgjafi um stefnumótun hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum í heimalandi sínu og hjá ýmsum alþjóðlegum fyrirtækjum. En auk þessa þá er hann einnig aðal stefnuráðgjafi bandaríska hafnaboltaliðsins Boston Red Sox sem keppir í atvinnumannadeildinni vestra.afkastamikill og virtur höfundurSamhliða starfi sínu sem prófessor í Harvard hefur Porter skrifað 17 bækur og yfir 125 greinar, sem margar hverjar hafa verið kenndar í stefnumótun víða um heim, þar á meðal hér á landi. Þrjár bækur hans um stefnumótun og samkeppnishæfni skipa hins vegar stærstan sess í höfundarverki Porters en þær skutu honum upp á stjörnuhimininn á sviði stefnumótunar.Fyrsta bókin, Competitive Strategy: Techniques for Analyzing Industries and Competitors, kom út árið 1980. Hún hefur verið prentuð 63 sinnum og þýdd á 19 tungumál. Þar fjallaði Porter um samkeppniskraftagreininguna svokölluðu, sem tekur á þeim öflum sem fyrirtæki þurfa að kljást við í umhverfi sínu.Hin bókin er Competitive Advantage: Creating and Sustaining Superior Performance, sem kom út fimm árum síðar, og hefur hún verið prentuð 38 sinnum. Þriðja bókin, The Competitive Advantage of Nations, kom svo út fyrir sextán árum en hvati hennar var þegar Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, skipaði hann í nefnd sína um samkeppnishæfni iðnaðarins árið 1983. Bókin varð síðan upphafið að vangaveltum hans sem snúa að að samkeppnishæfni og efnahagslegri þróun. Í bókinni er varpað fram nýrri kenningu um samkeppni þjóða, ríkja og svæða og uppsprettu efnahagslegrar velmegunar þeirra. Henni var fylgt eftir með yfirgripsmikilli röð bóka um áhrif staðsetningar á samkeppni með áherslu á hlutverk þyrpinga. Þessar kenningar hafa haft mikil áhrif á stefnumótun efnahagsmála um allan heim.Porter mun vera með átjándu bók sína í smíðum og er hann sagður stefna að því að ljúka henni á þessu ári.
Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira