Vænt sala gekk ekki eftir 27. september 2006 00:01 Hafþór Hafsteinsson Sala Avion á meirihluta hlutafjár í Avion Aircraft Trading hefur ekki enn gengið eftir. Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira