Erum á góðum stað í samrunaferli kauphalla 20. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira