LSR í 170. sæti í Evrópu 20. september 2006 00:01 Ríkisstarfsmenn við störf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var í 170. sæti á lista IPE yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu á síðasta ári. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að síðustu ár hafi verið góð og útlitið er gott fyrir þetta ár. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira