Actavis lætur Barr um Pliva 19. september 2006 09:00 Rannsóknasetur Pliva í Zagreb í Króatíu. Útlit er fyrir að Barr Pharmaceuticals hreppi Pliva í Króatíu, enda hefur Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í fyrirtækið. Mynd/Pliva Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira