Credit Suisse telur Actavis standa vel í samkeppni 13. september 2006 00:01 Forsíða skýrslu credit Suisse. Í glænýrri skýrslu sem dreift var á markaðsaðila í gær fjallar Credit Suisse um samheitalyfjafyrirtækin Hikma, Zentiva, Krka, Gedeon Richter, Actavis og Stada. Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse telur Actavis vera eitt áhugaverðasta félagið á sviði samheitalyfja og eitt best staðsetta félagið í ljósi stærðarhagkvæmni þess og góðrar stöðu á öllum stærstu lyfjamörkuðum heims. Bankinn fjallar í nýrri skýrslu um sex helstu samheitalyfjafyrirtæki heims. Mælt er með því að fjárfestar kaupi í samheitalyfjafélögum, en í þeim geira segir bankinn vera vaxtartækifæri. "Greiningin er gríðarlega mikilvæg fyrir Actavis í markaðssetningu þess gagnvart erlendum fjárfestum, en hingað til hafa þeir bara haft við íslenskar greiningarskýrlur að styðjast. Bankinn telur okkur eitt áhugaverðasta félagið á okkar sviði og tæpast hægt að biðja um meira," segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Innri og ytri samskipta Actavis. Hann segir einkar mikilvægt fyrir félagið að fyrsti erlendi greiningaraðilinn hafi nú fjallað um það. "Þá hafa aðrir erlendir greiningaraðilar staðfest að þeir muni greina félagið og eigum við von á að á næstunni komi út skýrslur frá Cazanova, stærsta verðbréfafyrirtækis Bretlands og frá alþjóðlega bankanum Merill Lynch." Verðmat Credit Suisse á Actavis er heldur lægra en hjá íslensku bönkunum, eða 58 krónur á hlut sem er um 10 prósentum undir verði á markaði í dag en íslensku bankarnir hafa metið félagið á 68 til 79,5 krónur á hlut. Halldór segir að skýra megi muninn á verðmatinu samanborið við íslensku bankanna með því að Credit Suisse sé fyrst og fremst að horfa til V/H gildis (virði á móti hagnaði) fyrir árið 2007 en að íslensku bankarnir og margir erlendir greiningaðilar horfi einnig til annarra kennitalna eins og EV/EBITDA (virði á móti hagnaði fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir), framtíðarsjóðstreymis og horfi lengra fram í tímann í sýnum verðmötum. Þó er bent á það í skýrslunni að eðlilegt væri einnig að horfa fram til ársins 2008 en þá segir Halldór að mestu samlegðartækifærin muni koma fram vegna kaupa fyrirtækisins á Alpharma og þá eru kennitölur félagsins mun hagstæðari sem myndi réttlæta talsvert hærra verðmat. Í greiningunni er varað við of mikilli skuldsetningu Actavis og talið að ef verði af yfirtöku félagsins á Pliva kunni skuldsetning félagsins að verða há til skemmri tíma og varað er við mikilli skuldsetningu til lengri tíma. "Einnig er ánægjulegt að sjá í verðmatinu að bankinn telur Actavis verðskulda 15 prósenta álag umfram samkeppnina í ljósi réttrar stefnu, góðs vaxtar, öflugs stjórnendateymis og þeirra miklu samlegðartækifæra sem bankinn telur að enn eigi eftir að koma í ljós," bætir Halldór við og segir að á næstu þremur til fjórum árum sé stefnt að því að ná 25 prósenta EBITDA framlegð, samanborið við rúmlega 20 prósent á árinu 2006. Þá er stefnt að því að nýjum lyfjaumsóknum í Bandaríkjunum fjölgi úr 30 á þessu ári í um 40 á því næsta. "Þessar tölur eru góð vísbending um frekari vöxt á markaðnum og eru fá fyrirtæki sem eru að leggja inn eins margar nýjar umsóknir um ný lyf á markaðnum." Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse telur Actavis vera eitt áhugaverðasta félagið á sviði samheitalyfja og eitt best staðsetta félagið í ljósi stærðarhagkvæmni þess og góðrar stöðu á öllum stærstu lyfjamörkuðum heims. Bankinn fjallar í nýrri skýrslu um sex helstu samheitalyfjafyrirtæki heims. Mælt er með því að fjárfestar kaupi í samheitalyfjafélögum, en í þeim geira segir bankinn vera vaxtartækifæri. "Greiningin er gríðarlega mikilvæg fyrir Actavis í markaðssetningu þess gagnvart erlendum fjárfestum, en hingað til hafa þeir bara haft við íslenskar greiningarskýrlur að styðjast. Bankinn telur okkur eitt áhugaverðasta félagið á okkar sviði og tæpast hægt að biðja um meira," segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Innri og ytri samskipta Actavis. Hann segir einkar mikilvægt fyrir félagið að fyrsti erlendi greiningaraðilinn hafi nú fjallað um það. "Þá hafa aðrir erlendir greiningaraðilar staðfest að þeir muni greina félagið og eigum við von á að á næstunni komi út skýrslur frá Cazanova, stærsta verðbréfafyrirtækis Bretlands og frá alþjóðlega bankanum Merill Lynch." Verðmat Credit Suisse á Actavis er heldur lægra en hjá íslensku bönkunum, eða 58 krónur á hlut sem er um 10 prósentum undir verði á markaði í dag en íslensku bankarnir hafa metið félagið á 68 til 79,5 krónur á hlut. Halldór segir að skýra megi muninn á verðmatinu samanborið við íslensku bankanna með því að Credit Suisse sé fyrst og fremst að horfa til V/H gildis (virði á móti hagnaði) fyrir árið 2007 en að íslensku bankarnir og margir erlendir greiningaðilar horfi einnig til annarra kennitalna eins og EV/EBITDA (virði á móti hagnaði fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir), framtíðarsjóðstreymis og horfi lengra fram í tímann í sýnum verðmötum. Þó er bent á það í skýrslunni að eðlilegt væri einnig að horfa fram til ársins 2008 en þá segir Halldór að mestu samlegðartækifærin muni koma fram vegna kaupa fyrirtækisins á Alpharma og þá eru kennitölur félagsins mun hagstæðari sem myndi réttlæta talsvert hærra verðmat. Í greiningunni er varað við of mikilli skuldsetningu Actavis og talið að ef verði af yfirtöku félagsins á Pliva kunni skuldsetning félagsins að verða há til skemmri tíma og varað er við mikilli skuldsetningu til lengri tíma. "Einnig er ánægjulegt að sjá í verðmatinu að bankinn telur Actavis verðskulda 15 prósenta álag umfram samkeppnina í ljósi réttrar stefnu, góðs vaxtar, öflugs stjórnendateymis og þeirra miklu samlegðartækifæra sem bankinn telur að enn eigi eftir að koma í ljós," bætir Halldór við og segir að á næstu þremur til fjórum árum sé stefnt að því að ná 25 prósenta EBITDA framlegð, samanborið við rúmlega 20 prósent á árinu 2006. Þá er stefnt að því að nýjum lyfjaumsóknum í Bandaríkjunum fjölgi úr 30 á þessu ári í um 40 á því næsta. "Þessar tölur eru góð vísbending um frekari vöxt á markaðnum og eru fá fyrirtæki sem eru að leggja inn eins margar nýjar umsóknir um ný lyf á markaðnum."
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira