Verðmæti Exista á bilinu 211 til 233 milljarðar 2. september 2006 00:01 Frá kaupum Exista og fleiri fjárfesta á Símanum í fyrra. Standandi frá vinstri eru Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, Geir Haarde forsætisráðherra, og bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir sem eru stærstu hluthafar Exista, með 47 prósenta hlut. MYND/E.Ól. Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands. Endanlegt útboðsverð mun ákvarðast af áskriftarverðlagningu (book-building) í fyrsta af þremur áföngum útboðsins en seljandi bréfanna er KB banki, næststærsti hluthafinn í Exista. Jafnframt ætlar bankinn að selja bréf til starfsmanna og almennra fjárfesta og gæti heildarvirði sölunnar numið sex milljörðum króna. KB banki hefur áskilið sér rétt að tvöfalda það sem í boði er í fyrsta áfanga sölunnar, þannig að heildarvirði útboðsins gæti farið upp í 9,2 milljarða króna. Jafnframt ætlar KB banki að greiða út sjötíu prósent af eignarhlut sínum í Exista til hluthafa sinna, sem eru nærri 31 þúsund. Er ljóst að Exista verður eitt fjölmennasta hlutafélag landsins á næstu mánuðum. Stefnt er að því að skrásetja hlutabréf Exista í Kauphöllina þann 15. september. Félagið hefur margfaldast í stærð á síðustu árum samfara hækkandi hlutabréfaverði, samruna við önnur félög og fyrirtækjakaupum. Í lok árs 2003 voru heildareignir Exista 23,2 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11,5 milljarðar króna. Um mitt þetta ár höfðu eignir vaxið í 311 milljarða króna, eða þrettánfaldast, og stóð eigið fé í 143 milljörðum. Hagnaður Exista nam fimmtíu milljörðum króna á síðasta ári en aftur á móti skilaði félagið tapi að fjárhæð um 3,3 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs. Exista skilgreinir sig sem fjármálaþjónustufyrirtæki er byggir stoðir sínar á fjárfestingum í rekstrarfélögum og fjármálatengdum fyrirtækjum. Félagið var stofnað árið 2001 af hópi sparisjóða en stærsti hluthafinn er Bakkabraedur Holding, eignarhaldsfélag Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Hlutur þeirra bræðra er 47 prósent af heildarhlutafé, sem er yfir yfirtökumörkum, en þar sem sá eignarhlutur varð til fyrir skráningu eru þeir ekki skyldir til að leggja fram yfirtökutilboð. Stærstu skráðu eignir Exista eru fjórðungshlutur í KB banka og tæplega 39 prósenta hlutur í Bakkavör, en samanlagt virði þessara eignarhluta er yfir 180 milljarðar króna. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í Flögu. Þá kemur fram í skráningargögnum að félagið eigi bréf í Royal Bank of Scotland og fimm prósent stofnfjár í SPRON. Af óskráðum eignum ber helst að nefna 43 prósenta hlut í Símanum og þá á félagið Vátryggingafélagið og Lýsingu að fullu. Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands. Endanlegt útboðsverð mun ákvarðast af áskriftarverðlagningu (book-building) í fyrsta af þremur áföngum útboðsins en seljandi bréfanna er KB banki, næststærsti hluthafinn í Exista. Jafnframt ætlar bankinn að selja bréf til starfsmanna og almennra fjárfesta og gæti heildarvirði sölunnar numið sex milljörðum króna. KB banki hefur áskilið sér rétt að tvöfalda það sem í boði er í fyrsta áfanga sölunnar, þannig að heildarvirði útboðsins gæti farið upp í 9,2 milljarða króna. Jafnframt ætlar KB banki að greiða út sjötíu prósent af eignarhlut sínum í Exista til hluthafa sinna, sem eru nærri 31 þúsund. Er ljóst að Exista verður eitt fjölmennasta hlutafélag landsins á næstu mánuðum. Stefnt er að því að skrásetja hlutabréf Exista í Kauphöllina þann 15. september. Félagið hefur margfaldast í stærð á síðustu árum samfara hækkandi hlutabréfaverði, samruna við önnur félög og fyrirtækjakaupum. Í lok árs 2003 voru heildareignir Exista 23,2 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11,5 milljarðar króna. Um mitt þetta ár höfðu eignir vaxið í 311 milljarða króna, eða þrettánfaldast, og stóð eigið fé í 143 milljörðum. Hagnaður Exista nam fimmtíu milljörðum króna á síðasta ári en aftur á móti skilaði félagið tapi að fjárhæð um 3,3 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs. Exista skilgreinir sig sem fjármálaþjónustufyrirtæki er byggir stoðir sínar á fjárfestingum í rekstrarfélögum og fjármálatengdum fyrirtækjum. Félagið var stofnað árið 2001 af hópi sparisjóða en stærsti hluthafinn er Bakkabraedur Holding, eignarhaldsfélag Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Hlutur þeirra bræðra er 47 prósent af heildarhlutafé, sem er yfir yfirtökumörkum, en þar sem sá eignarhlutur varð til fyrir skráningu eru þeir ekki skyldir til að leggja fram yfirtökutilboð. Stærstu skráðu eignir Exista eru fjórðungshlutur í KB banka og tæplega 39 prósenta hlutur í Bakkavör, en samanlagt virði þessara eignarhluta er yfir 180 milljarðar króna. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í Flögu. Þá kemur fram í skráningargögnum að félagið eigi bréf í Royal Bank of Scotland og fimm prósent stofnfjár í SPRON. Af óskráðum eignum ber helst að nefna 43 prósenta hlut í Símanum og þá á félagið Vátryggingafélagið og Lýsingu að fullu.
Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira