Skýr merki um lækkun íbúðaverðs 23. ágúst 2006 07:30 101 Skuggahverfi Fasteignaverð lækkaði um 1,7 prósent í júlí. Sérfræðingur segir fyrstu skýru merkin um verðlækkanir á fasteignamarkaði komin fram. Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um sextíu og fimm prósent á átta mánuðum. Veltan nam tæpum 2,2 milljörðum króna vikuna 11. til 17. júní en var rúmlega 6,1 milljarður vikuna 9. til 15. desember 2005. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7 prósent í júlí síðastliðnum samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Verð á sérbýli hefur hækkað mest. Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir þessa þróun ekki koma á óvart. Fram séu komin fyrstu skýru merkin um verðlækkanir á fasteignamarkaði. "Við eigum von á því að þessi þróun haldi áfram. Það verða nokkrar lækkanir, þótt ekkert hrun sé í spilunum." Hann segist eiga von á samdrætti bæði eftirspurnar og framboðs sem valdi því að smám saman dofnar yfir markaðnum. "Kaupsamningum hefur fækkað snarpt að undanförnu. Bæði er minna framboð af notuðu húsnæði auk þess sem eftirspurn er minni. Ég á jafnvel von á því að framboð nýbygginga dragist saman í kjölfarið." Á vef greiningardeildar Glitnis kemur fram að mikill þrýstingur sé til lækkunar íbúðaverðs um þessar mundir. Vaxtahækkanir, meiri fjármagnskostnaður auk minni kaupmáttar neytenda hafi dregið úr eftirspurn á íbúðamarkaði. Þá hafi framboð á nýbyggingum aukist talsvert á sama tíma. Greiningardeild Glitnis reiknar með fimm til tíu prósenta lækkun á nafnverði íbúðaverðs næstu tvö árin. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir sína tilfinningu að verð á leiguhúsnæði hafi hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent síðan í vor. Hann segir eftirspurn eftir leiguhúsnæði jafnframt hafa aukist og að erfiðara sé fyrir leigjendur að finna húsnæði en áður. "Þetta er ekki lengur leigjendamarkaður. Verðið hefur hækkað talsvert eftir að aðgangur að fjármagni til húsnæðiskaupa varð erfiðari." Sigurður telur þó mikilvægt að leigjendur taki ekki mark á tröllasögum sem ganga um verð á leiguhúsnæði. "Fjölmiðlar eiga það til að blása upp undantekningartilvik um gríðarháa leigu. Þannig verða til tröllasögur sem valda jafnvel verðhækkunum á endanum." Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um sextíu og fimm prósent á átta mánuðum. Veltan nam tæpum 2,2 milljörðum króna vikuna 11. til 17. júní en var rúmlega 6,1 milljarður vikuna 9. til 15. desember 2005. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7 prósent í júlí síðastliðnum samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Verð á sérbýli hefur hækkað mest. Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir þessa þróun ekki koma á óvart. Fram séu komin fyrstu skýru merkin um verðlækkanir á fasteignamarkaði. "Við eigum von á því að þessi þróun haldi áfram. Það verða nokkrar lækkanir, þótt ekkert hrun sé í spilunum." Hann segist eiga von á samdrætti bæði eftirspurnar og framboðs sem valdi því að smám saman dofnar yfir markaðnum. "Kaupsamningum hefur fækkað snarpt að undanförnu. Bæði er minna framboð af notuðu húsnæði auk þess sem eftirspurn er minni. Ég á jafnvel von á því að framboð nýbygginga dragist saman í kjölfarið." Á vef greiningardeildar Glitnis kemur fram að mikill þrýstingur sé til lækkunar íbúðaverðs um þessar mundir. Vaxtahækkanir, meiri fjármagnskostnaður auk minni kaupmáttar neytenda hafi dregið úr eftirspurn á íbúðamarkaði. Þá hafi framboð á nýbyggingum aukist talsvert á sama tíma. Greiningardeild Glitnis reiknar með fimm til tíu prósenta lækkun á nafnverði íbúðaverðs næstu tvö árin. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir sína tilfinningu að verð á leiguhúsnæði hafi hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent síðan í vor. Hann segir eftirspurn eftir leiguhúsnæði jafnframt hafa aukist og að erfiðara sé fyrir leigjendur að finna húsnæði en áður. "Þetta er ekki lengur leigjendamarkaður. Verðið hefur hækkað talsvert eftir að aðgangur að fjármagni til húsnæðiskaupa varð erfiðari." Sigurður telur þó mikilvægt að leigjendur taki ekki mark á tröllasögum sem ganga um verð á leiguhúsnæði. "Fjölmiðlar eiga það til að blása upp undantekningartilvik um gríðarháa leigu. Þannig verða til tröllasögur sem valda jafnvel verðhækkunum á endanum."
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira