Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Pósturinn hættir að senda til Banda­ríkjanna: Geti ekki sett fimm­tán prósenta toll á allt

Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Þegar ást­ríðan slokknar: Eins og hljóð­lát kulnun

Það verður að segjast að enskan á ekki aðeins til mun fleiri starfslýsingar og titla fyrir atvinnulífið í samanburði við íslenskuna, heldur er hún líka fljót til að búa til alls kyns heiti yfir atriði og kenningar sem með einhverjum hætti virðast sýna sig á vinnumörkuðum víða; Hvar svo sem í heiminum það er.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skattakóngurinn flytur úr landi

Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Keyra á orku­drykkja­markaðinn

Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa Gompute

Advania hefur fest kaup á Gompute sem stofnað var árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Gompute sé leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa fyrr­verandi höfuð­stöðvar Lands­virkjunar

Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endur­bættur Kaffivagn opnar aftur í dag

Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi.

Viðskipti innlent