Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 22:56 Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra. Vísir/Vilhelm Litáískur karlmaður, sem var á dögunum sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, var sakfelldur fyrir að ráðast á hinn látna. Fyrir vikið dæmdi Héraðsdómur Suðurlands hann tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í málinu var maðurinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum var gefið að sök að beita manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hafi hinn hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Eina beina ofbeldislýsingin sem finna má í ákærunni var sú að hinn grunaði var sagður hafa slegið hinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá sjálfum árásarmanninum sem neitaði sök. Hann viðurkenndi þó að hafa gert einmitt það, veitt honum löðrunga, en ekkert meira. Margt á huldu Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem nú hefur verið birtur, er bent á að þegar atvik málsins hafi átt sér stað hafi þrír menn verið í sumarhúsinu. Árásarmaðurinn, hinn látni og þriðji maðurinn. Allir voru þeir litáískir karlmenn sem voru að vinna að sumarhúsi í næsta nágrenni og bjuggu í umræddum bústað á meðan. Kvöldið áður hafi þeir eftir vinnu eldað sér kvöldmat saman og drukkið áfengi. Snemma morguninn eftir hafi einn þeirra, sá sem lést, kvartað undan verki vegna þess að hann hafði dottið niður stiga. Hann hringdi símtöl vegna þess. Atvikalýsingin sem dómurinn virðist byggja á er á þessum grunni. Það sem er talið hafa gerst þar á eftir er ekki eins ljóst. Bent er á að réttarlæknir sagði fyrir dómi að áverkar hins látna hafi ekki verið til komnir vegna þess að hann hlaut tvo löðrunga eða féll úr stól, og heldur ekki vegna falls úr stiga. Eitthvað annað meira útskýrði áverkanna, líklega högg og spörk annars manns. Hvorugur algjörlega trúverðugur Framburður árásarmannsins þótti ekki stöðugur eða trúverðugur í öllum atriðum. Þá þótti framburður þriðja mannsins stöðugur í meginatriðum en sumar skýringar hans þóttu ekki sérlega trúverðugar. Í dómnum segir þó að ekki liggi fyrir bein sönnun um að árás árásarmannsins hafi verið grófari og ofsafengnari en hann viðurkenndi sjálfur. Þá sé ósamræmið í framburði hans ekki þess eðlis að það veiti sönnun um að hann hafi valdið dauða hins mannsins. „Líklegt eða líklegast“ ekki nóg Það er niðurstaða dómsins að ef árásarmaðurinn yrði sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem hefði orðið öðrum manni að aldurtila, líkt og hann var ákærður fyrir, myndi það byggja á ályktun um að „líklega eða líklegast“ hefði það verið að árásarmaðurinn en ekki einhver annar sem hefði veitt hinum látna þung högg eða spörk sem hefðu leitt til dauða hans. Jafnframt þyrfti þá að álykta hvar það hefði gerst, hvernig og hvenær um umræddan morgun. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóminn.Vísir/Vilhelm „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar skafeldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það er að mati dómsins tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, en litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi, og vegna þess að hann játaði. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Í málinu var maðurinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum var gefið að sök að beita manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hafi hinn hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Eina beina ofbeldislýsingin sem finna má í ákærunni var sú að hinn grunaði var sagður hafa slegið hinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá sjálfum árásarmanninum sem neitaði sök. Hann viðurkenndi þó að hafa gert einmitt það, veitt honum löðrunga, en ekkert meira. Margt á huldu Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem nú hefur verið birtur, er bent á að þegar atvik málsins hafi átt sér stað hafi þrír menn verið í sumarhúsinu. Árásarmaðurinn, hinn látni og þriðji maðurinn. Allir voru þeir litáískir karlmenn sem voru að vinna að sumarhúsi í næsta nágrenni og bjuggu í umræddum bústað á meðan. Kvöldið áður hafi þeir eftir vinnu eldað sér kvöldmat saman og drukkið áfengi. Snemma morguninn eftir hafi einn þeirra, sá sem lést, kvartað undan verki vegna þess að hann hafði dottið niður stiga. Hann hringdi símtöl vegna þess. Atvikalýsingin sem dómurinn virðist byggja á er á þessum grunni. Það sem er talið hafa gerst þar á eftir er ekki eins ljóst. Bent er á að réttarlæknir sagði fyrir dómi að áverkar hins látna hafi ekki verið til komnir vegna þess að hann hlaut tvo löðrunga eða féll úr stól, og heldur ekki vegna falls úr stiga. Eitthvað annað meira útskýrði áverkanna, líklega högg og spörk annars manns. Hvorugur algjörlega trúverðugur Framburður árásarmannsins þótti ekki stöðugur eða trúverðugur í öllum atriðum. Þá þótti framburður þriðja mannsins stöðugur í meginatriðum en sumar skýringar hans þóttu ekki sérlega trúverðugar. Í dómnum segir þó að ekki liggi fyrir bein sönnun um að árás árásarmannsins hafi verið grófari og ofsafengnari en hann viðurkenndi sjálfur. Þá sé ósamræmið í framburði hans ekki þess eðlis að það veiti sönnun um að hann hafi valdið dauða hins mannsins. „Líklegt eða líklegast“ ekki nóg Það er niðurstaða dómsins að ef árásarmaðurinn yrði sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem hefði orðið öðrum manni að aldurtila, líkt og hann var ákærður fyrir, myndi það byggja á ályktun um að „líklega eða líklegast“ hefði það verið að árásarmaðurinn en ekki einhver annar sem hefði veitt hinum látna þung högg eða spörk sem hefðu leitt til dauða hans. Jafnframt þyrfti þá að álykta hvar það hefði gerst, hvernig og hvenær um umræddan morgun. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóminn.Vísir/Vilhelm „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar skafeldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það er að mati dómsins tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, en litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi, og vegna þess að hann játaði.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira