Netglæpir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Innlent 3.9.2025 16:08 „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. Innlent 2.9.2025 07:02 Veitur vara við svikaskilaboðum Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu. Innlent 1.9.2025 13:57 „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðu lostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitarinnar CERT-IS, um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Innlent 28.8.2025 22:56 Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Innlent 28.8.2025 19:04 Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Fjölmiðlakonan Sigga Lund lenti í netsvindli svika-fataverslunarinnar Vefstóls Svanhildar og varar aðra við síðunni. Loka þurfti korti hennar en starfsmenn Arion banka könnuðust heldur betur við svikasíðuna. Neytendur 28.8.2025 13:08 Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar bitcoin. Lögreglufulltrúi sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna segir að mögulega hafi þúsundir glæpamanna nýtt sér þjónustuna. Því miður misnoti glæpamenn góða innviði Íslands. Innlent 28.8.2025 12:10 Vara við svikapóstum í þeirra nafni Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. Innlent 27.8.2025 20:33 Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Innlent 26.8.2025 22:57 Kalt stríð sé í gangi á netinu Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni. Viðskipti innlent 18.8.2025 08:50 Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Innlent 3.8.2025 22:04 Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Innlent 29.7.2025 17:46 Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta, sem berast einstaklingum, sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstunum er fjallað um refsiverð brot í tengslum við barnaníð. Innlent 29.7.2025 14:37 Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Innlent 21.7.2025 14:51 Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Innlent 5.7.2025 22:32 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent 3.7.2025 15:42 Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Tæplega tvö hundruð mál tengd netglæpum hafa komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, eða um 33 á mánuði. Fæst slík mál, sem kunna að aukast yfir sumarmánuðina, séu eru þó tilkynnt til lögreglu. Innlent 26.6.2025 11:22 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. Innlent 21.6.2025 14:31 Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli. Innlent 29.5.2025 19:31 Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur. Innlent 26.5.2025 23:22 „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Starfsmenn Arion banka sem hafa sett upp það sem kallast Escape room innan bankans sem kennir fólki að læra að bera kennsl á netsvindl. Lífið 23.5.2025 10:30 Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59 Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Innlent 19.5.2025 16:45 „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Hakkarahópurinn Scattered spider hefur síðustu daga herjað á stór smásölufyrirtæki í Bretlandi. Það eru Harrods, Marks & Spencer og Co-op. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar alvarlegri en þær eru látnar líta út í fjölmiðlum. Syndis vaktar íslenska netverslun sérstaklega vegna árásanna. Neytendur 3.5.2025 21:12 Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. Innlent 21.4.2025 18:50 Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. Innlent 21.4.2025 14:36 „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Skoðun 16.4.2025 16:00 Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim. Neytendur 14.3.2025 23:09 Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Carl Lundström, einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu á mánudag. Hann var einn um borð í flugvélinni. Erlent 14.3.2025 14:10 Vara við svikapósti í nafni Skattsins Skatturinn hefur varað við svikapóstum í nafni stofnunarinnar sem hafa borist landsmönnum milli jóla og nýárs. Innlent 31.12.2024 10:46 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 7 ›
Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Innlent 3.9.2025 16:08
„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. Innlent 2.9.2025 07:02
Veitur vara við svikaskilaboðum Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu. Innlent 1.9.2025 13:57
„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðu lostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitarinnar CERT-IS, um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Innlent 28.8.2025 22:56
Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Innlent 28.8.2025 19:04
Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Fjölmiðlakonan Sigga Lund lenti í netsvindli svika-fataverslunarinnar Vefstóls Svanhildar og varar aðra við síðunni. Loka þurfti korti hennar en starfsmenn Arion banka könnuðust heldur betur við svikasíðuna. Neytendur 28.8.2025 13:08
Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar bitcoin. Lögreglufulltrúi sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna segir að mögulega hafi þúsundir glæpamanna nýtt sér þjónustuna. Því miður misnoti glæpamenn góða innviði Íslands. Innlent 28.8.2025 12:10
Vara við svikapóstum í þeirra nafni Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. Innlent 27.8.2025 20:33
Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Innlent 26.8.2025 22:57
Kalt stríð sé í gangi á netinu Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni. Viðskipti innlent 18.8.2025 08:50
Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Innlent 3.8.2025 22:04
Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Innlent 29.7.2025 17:46
Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta, sem berast einstaklingum, sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstunum er fjallað um refsiverð brot í tengslum við barnaníð. Innlent 29.7.2025 14:37
Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Innlent 21.7.2025 14:51
Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Innlent 5.7.2025 22:32
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent 3.7.2025 15:42
Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Tæplega tvö hundruð mál tengd netglæpum hafa komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, eða um 33 á mánuði. Fæst slík mál, sem kunna að aukast yfir sumarmánuðina, séu eru þó tilkynnt til lögreglu. Innlent 26.6.2025 11:22
Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. Innlent 21.6.2025 14:31
Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli. Innlent 29.5.2025 19:31
Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur. Innlent 26.5.2025 23:22
„Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Starfsmenn Arion banka sem hafa sett upp það sem kallast Escape room innan bankans sem kennir fólki að læra að bera kennsl á netsvindl. Lífið 23.5.2025 10:30
Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59
Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Innlent 19.5.2025 16:45
„Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Hakkarahópurinn Scattered spider hefur síðustu daga herjað á stór smásölufyrirtæki í Bretlandi. Það eru Harrods, Marks & Spencer og Co-op. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar alvarlegri en þær eru látnar líta út í fjölmiðlum. Syndis vaktar íslenska netverslun sérstaklega vegna árásanna. Neytendur 3.5.2025 21:12
Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. Innlent 21.4.2025 18:50
Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. Innlent 21.4.2025 14:36
„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Skoðun 16.4.2025 16:00
Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim. Neytendur 14.3.2025 23:09
Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Carl Lundström, einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu á mánudag. Hann var einn um borð í flugvélinni. Erlent 14.3.2025 14:10
Vara við svikapósti í nafni Skattsins Skatturinn hefur varað við svikapóstum í nafni stofnunarinnar sem hafa borist landsmönnum milli jóla og nýárs. Innlent 31.12.2024 10:46