Samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu Arctic Fish á Vestfjörðum Arctic Fish ehf. hefur undirritað samkomulag um 25 milljarða króna endurfjármögnun á félaginu með sambankaláni DNB, Danske Bank, Nordea og Rabobank. Um er að ræða lánasamning til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármagnið verður notað til uppgreiðslu núverandi lána og fjármögnunar áframhaldandi vexti félagsins. 10.7.2023 16:41
Kóngurinn nennti ekki að bíða eftir Biden Karl Bretakonungur var ekkert sérstaklega þolinmóður þegar hann tók á móti Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í Windsor kastala í dag. Biden tók sér góðan tíma í samræður við lífvörð konungsins, sem var ekkert sérstaklega skemmt. 10.7.2023 16:25
Skjálftaskuggi myndaðist á laugardag Skjálftaskuggi myndaðist síðastliðinn laugardag norðaustur af Fagradalsfjalli og suðvestur af Keili. Möguleiki er að kvika safnist þar fyrir en hugtakið nær yfir svæði þar sem nær engir skjálftar verða utan lítilla jarðhræringa. 10.7.2023 15:49
Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. 10.7.2023 14:52
„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. 10.7.2023 13:19
Landsnet býr sig undir nokkrar sviðsmyndir á Reykjanesi Landsnet býr sig nú undir nokkrar sviðsmyndir ef til þess kemur að það muni gjósa á Reykjanesskaga og hraunflæðið myndi ógna flutningskerfi rafmagns á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. 10.7.2023 11:48
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10.7.2023 11:35
Domino´s gerir samning við Apparatus um Domino's appið Domino's á Íslandi hefur samið við hið nýstofnaða hugbúnaðarfyrirtæki Apparatus um þróun og rekstur apps Domino's. Þetta kemur fram í tilkynningu. 10.7.2023 10:57
Söfnuðu milljón krónum á einni viku fyrir bók um þriðju vaktina Söfnun fyrir útgáfu bókar um þriðju vaktarina lauk á rúmri viku. Höfundur segir markmiðið vera að veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um fyrirbærið. Þegar hafa á fimmta tug frásagna borist og segist höfundur trúa því að hægt og rólega muni hinar verstu karlrembur vakna úr dvala, karlar muni ekki lengur geta skýlt sér á bakvið skilningsleysi þegar komin er út heil bók um viðfangsefnið. Þriðja vaktin geti rústað hjónaböndum. 9.7.2023 17:00
Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8.7.2023 20:00