Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja í Vatns­enda­máli

Kópa­vogs­bær hefur ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja á­kvörðun Héraðs­dóms Reykja­ness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjalte­sted, syni Þor­steins Hjalte­sted heitins, 1,4 milljarða króna á­samt vöxtum í deilum um Vatns­enda­land. Bærinn hefur undan­farin ár verið með var­úðar­færslur vegna málsins í bókum sínum.

Stefni allt í að gjósi á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis

Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í til­kynningu frá rann­sóknar­stofu Há­skóla Ís­lands í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálfta­hrinan hófst á Reykja­nesi þann 4. júlí og inn­flæði kviku er tvö­falt hraðari en í fyrra.

Biðjast af­­sökunar á aug­­lýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu

Aug­lýsingar á vegum Olís hafa vakið tölu­verða at­hygli á sam­fé­lags­miðlum í dag en ein­hverjir telja að lesa megi ó­heppi­legt mynd­mál úr þeim sem minni á hryðju­verka­á­rásir í New York þann 11. septem­ber árið 2001 þar sem flug­vélum var flogið inn í tví­bura­turnana í World Tra­de Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu.

„Slæma daga forðast ég að vera utan­dyra í hverfinu“

Bæjar­ráð Hvera­gerðis­bæjar harmar upp­lifun íbúa í Hvera­gerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lykt­mengunar og plast­salla sem sagður er berast frá endur­vinnslu­fyrir­tækinu Pure North. For­stjóri endur­vinnslunnar segir fyrir­tækið eiga í góðu sam­starfi við heil­brigðis­yfir­völd og leiti sí­fellt leiða til að bæta starf­semi sína.

Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindar­hvols

Þing­menn Mið­flokksins hafa óskað eftir því við for­sætis­ráð­herra að hann leggi fram til­lögu til for­seta Ís­lands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upp­lýsingar sem fram koma í ný­birtri Lindar­hvols­skýrslu.

Enn við höfn nokkrum mánuðum eftir að hafa strandað

Flutninga­skipið Wil­son Skaw sem strandaði á Húna­flóa í apríl er enn í höfn við Akur­eyri. Skipið verður dregið úr landi á næstu dögum en ekki verður gert að fullu við skipið fyrr en það er komið úr landi.

Ó­venju há raf­leiðni ekki merki um yfir­vofandi Kötlu­gos

Ó­venju há raf­leiðni í Múla­kvísl miðað við árs­tíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlu­gosi. Náttúru­vá­sér­fræðingur Veður­stofu Ís­lands segir raf­leiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara var­lega vegna jarð­gass.

Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampo­líni

Kveikt var í trampo­líni á skóla­lóð Rima­skóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampo­lín sem er ó­nýtt eftir verknaðinn. Aðal­varð­stjóri segir sjónar­votta hafa séð ung­linga á hlaupum frá vett­vangi. Í­búar í Rima­hverfi í­huga að koma á lag­girnar ná­granna­vörslu.

Sjá meira