„Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. 14.7.2023 06:45
Víða rigning en ekki eins mikil á suðvesturhorninu Í dag verður stíf norðanátt vestanlands og hvassir vindstrengir við fjöll á meðan vindur verður hægari annars staðar. Víða verður rigning, einkum á norðaustanverðu landinu en úrkomulítið suðvestantil. 14.7.2023 06:35
Vísindamenn nýttu nóttina vel við gosið Virkni eldgossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísindamenn voru að störfum inn í nóttina að bæta mælitækjum við á svæðið en gönguleiðin að gossvæði var lokað í gær. 14.7.2023 06:25
Love Island stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið Davide Sanclimenti, samfélagsmiðlastjarna sem gerði garðinn frægan í Love Island, hefur rofið þögnina eftir að myndband birtist af honum á samfélagsmiðlum þar sem hann virtist neyta eiturlyfja á skemmtistað á Ibiza. 13.7.2023 10:34
Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13.7.2023 08:58
Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13.7.2023 06:46
Sakar Jonah Hill um að hafa troðið tungunni á sér upp í hana Alexa Nikolas, leikkona og Nickelodeon stjarna, sakar bandaríska leikarann Jonah Hill um að hafa troðið tungunni á sér upp í hana þegar hún var sextán ára gömul. 12.7.2023 15:36
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12.7.2023 13:27
Hnífamaður gengur enn laus Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rannsókn lögreglu á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx langt komin. 12.7.2023 10:26
„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. 12.7.2023 08:38