„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 20.7.2023 21:00
Þóttist vera dáin Margot Robbie segist hafa verið mikill prakkari þegar hún var barn. Hún hafi ítrekað þóst vera dáin til þess að hefna sín á barnapíunni sinni þegar hún var lítil. 20.7.2023 20:54
Viaplay segir upp 25 prósents starfsfólks Sænska streymisveitan Viaplay hefur sagt upp 25 prósent af starfsfólki sínu. Er það gert til að bregðast við rekstrarörðugleikum en fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í síðasta mánuði þar sem gert er ráð fyrir því að félagið verði rekið í tapi næstu árin. 20.7.2023 18:15
„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20.7.2023 17:41
Brim gert að greiða dagsektir Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun um að beita Brim hf. dagsektum þar sem fyrirtækið hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar-og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. 19.7.2023 16:33
Stór hraunpollur vestan við gíginn Stór hraunpollur hefur myndast vestan við gíg eldgossins við Litla Hrút. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt nýjar myndir af hraunpollinum. 19.7.2023 15:35
Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. 19.7.2023 14:14
Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19.7.2023 11:28
Stúlka örmagnaðist á gosstöðvum Töluverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum á gossvæðinu í gær og í gærkvöldi. Aðstoða þurfti nokkra göngugarpa og þá voru einhverjir sem ekki hlýddu fyrirmælum. Ekki gengur vel í öllum tilvikum að biðja fólk að halda sig utan hættusvæðis. 19.7.2023 10:16
Ferðamaðurinn sem hneig niður á gosstöðvum látinn Ferðamaður sem hneig niður við gosstöðvarnar við Litla Hrút í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu landhelgisgæslunnar er látinn. 19.7.2023 09:07