Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. 19.7.2023 06:45
Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. 18.7.2023 23:28
Fluttur með þyrlu af gosstöðvunum Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá gosstöðvunum nú í kvöld til aðhlynningar á Landspítalanum. 18.7.2023 22:17
„Það er allt heimskulegt við þetta“ Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. 18.7.2023 21:22
Pilturinn fundinn Piltur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir síðdegis í dag er kominn í leitirnar. 18.7.2023 19:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá eldgosinu á Reykjanesi. Þúsundir manna hafa streymt að gosstöðvunum eftir að þær voru aftur opnaðar almenningi eftir hádegi í gær, eftir fjögurra daga lokun vegna mikillar mengunar frá gróðureldum. Slökkviliðsmenn berjast þó enn við eld í mosa og sinu. 18.7.2023 18:00
Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. 17.7.2023 23:25
Lohan er kominn í heiminn Lindsay Lohan er orðin mamma. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Bader Shammas og er um að ræða strák. Hann hefur þegar fengið nafnið Luai en drenginn fæddi Lohan á Dubai þar sem parið býr. 17.7.2023 22:27
Þrír áttavilltir við gosið Björgunarsveitir leiðbeina nú þremur áttavilltum erlendum ferðamönnum við gosstöðvarnar. Búið er að ná sambandi við fólkið sem er norðan megin við Keili og ekki á hættusvæði. 17.7.2023 21:38
Einn látinn eftir umferðarslysið fyrir vestan Einn farþegi var úrskurðaður látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesvegi norðan við Hítará í hádeginu í dag. Sex eru auk þess slasaðir. 17.7.2023 18:10