Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segist hafa farið til hel­vítis og heim aftur

Jamie Foxx hefur í fyrsta sinn tjáð sig um heilsu­fars­vanda­mál sem hafa verið að pliga hann. Leikarinn dvaldist á spítala í apríl í At­lanta borg í Banda­ríkjunum en ekki hefur komið fram um hvaða veikindi var að ræða.

Garg af svölum og reið­hjól sem hafði verið stolið í tvö ár

Maður sem stóð á garginu heima hjá sér á svölunum í morgun í Foss­vogs-og Háa­leitis­hverfi varð að ósk ná­granna og lög­reglu um að láta af þeirri hegðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu vegna dagsins í dag.

Þrettán ára bjargaði sér frá mann­ræningja

Þrettán ára gamalli stúlku sem rænt var af 61 árs gömlum manni í Kali­forníu í Banda­ríkjunum bjargaði sér með því að skrifa skila­boð á miða og koma þeim á­leiðis til veg­far­enda þar sem hún var læst inni í bíl.

Skila­boðin séu ekki: „Verið nú góð við túr­istana!“

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir mark­miðið með nýju ár­veknis­á­taki um gest­risni ekki vera að tala niður til Ís­lendinga heldur til þess að minna á þann á­vinning sem ferða­þjónustan hefur í för með sér fyrir þjóðar­búið. Ís­lendingar þyki meðal gest­risnustu þjóða í heimi og þannig sé gest­risnin orðin að sölu­vöru.

Birna með 56,6 milljónir króna í starfs­loka­samning

Ráðningar­samningur Birnu Einars­dóttur, banka­stjóra Ís­lands­banka, kvað á um tólf mánaða upp­sagnar­frest og er gjald­færsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hlut­hafa vegna fyrir­hugaðs hlut­hafa­fundar sem fer fram þann 28. júlí næst­komandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Grá slikja hefur legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Við ræðum við loftgæðasérfræðing í beinni útsendingu.

Virða að vettugi allar til­raunir til sam­skipta

Norður-kóresk yfir­völd hafa virt að vettugi allar til­raunir þeirra banda­rísku til þess að eiga í sam­skiptum vegna banda­ríska her­mannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreu­skaga er gríðar­leg og sam­skiptin lítil sem engin.

Ron­aldo skýtur Kyli­e Jenner ref fyrir rass

Knatt­spyrnu­goð­sögnin Christiano Ron­aldo hefur skotist upp fyrir sam­fé­lags­miðla­stjörnuna Kyli­e Jenner og er nú sá sem rakar inn mestum pening á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Sjá meira