Hraðbankinn enn ófundinn
Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr í vikunni. Héraðsdómur hafði áður hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum, en Landsréttur snéri þeim úrskurði við í dag.