Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2026 20:05 Guðni að störfum við Suðurlandsveginn á milli Hveragerðis og Selfoss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk í Rangárþingi ytra sé orðinn 92 ára gamall þá er hann enn að ganga með fram vegum og tína upp einnota umbúðir, dósir og flöskur. Hann hefur safnað tæplega 30 milljónum á síðustu 20 árum og gefið meira og minna íþróttafélaginu í sveitinni hans allan peninginn. Guðni er hér mættur í heimsókn til Þrastar sonar síns á Fossheima á Selfossi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en Þröstur hálsbrotnaði vorið 2021 og dvelur því þar. Þröstur er að sjálfsögðu mjög stoltur af pabba sínum, 92 ára að vera enn að tína upp dósir og plastflöskur með fram vegum á Suðurlandi og á Hellisheiðinni en Feðgar á ferð, sem var þáttaröð á Stöð 2 fyrir nokkrum árum myndaði einmitt Guðna þá við tínslu. „Jú, hann er alveg hörkukarl, það er ekki hægt að neita því, hann hefur staðið sig vel í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur,” segir Þröstur þegar hann er spurður út í dugnað pabba síns. Og hann er búinn að gefa allan peninginn til íþróttafélagsins Garps eða hvað? „Já mikið af honum og önnur líknarfélög og styrkja bókaútgáfu. Þetta hefur allt farið til góðra verka. Ég er mjög stoltur af pabba, annað er ekki hægt”, segir Þröstur. Guðni á Þverlæk, ásamt Þresti syni sínum, sem býr á Fossheimum á Selfossi eftir að hafa hálsbrotnað í maí 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað hefur Guðni safnað nákvæmlega miklum peningum á þessum 20 árum? „Það reyndust vera 28,3 milljónir. Rúmar 22 hafa farið í íþróttafélagið en hitt hefur farið í ýmsa aðra félagsstarfsemi hérna á Suðurlandi,” segir Guðni, sem tók tölurnar saman um síðustu áramót. Guðni segist líka gera töluvert af því að sækja umbúðir á sveitabæi og svo safnar hann í sérstaka kassa á svæðinu á milli Þjórsár og Rangár. Guðni er með og hefur alltaf verið með mjög gott bókhald yfir það hvað hann er að safna mikið eftir daginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir alltaf nóg af dósum og flöskum hér og þar í vegköntunum. „Já, það er töluvert stúss að eiga við þetta, það fer mörg stundin í þetta en á sama tíma heldur þetta mér í góðu formi. Ég fæ út úr þessu hreyfingu og að hafa eitthvað til að hugsa um, ekki bara að koðna ekki bara niður,” segir Guðni. En þú ert orðinn 92 ára, þú veist það? „Svo er sagt,” segir hann hlæjandi. Og Guðni ætlar að halda áfram að tína og leggja góðum málefnum lið. „Já á meðan ég hef hreyfigetu þá verð ég eitthvað að grúska í þessu,” segir Guðni kátur og hress 92 ára dósasafnari á Suðurlandi. Þröstur er að sjálfsögðu mjög stoltur af pabba sínum og hvað hann hefur náð að safna miklum peningum síðustu 20 ár og gefa þá til baka til ýmissa mála.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Rangárþing ytra Eldri borgarar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Guðni er hér mættur í heimsókn til Þrastar sonar síns á Fossheima á Selfossi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en Þröstur hálsbrotnaði vorið 2021 og dvelur því þar. Þröstur er að sjálfsögðu mjög stoltur af pabba sínum, 92 ára að vera enn að tína upp dósir og plastflöskur með fram vegum á Suðurlandi og á Hellisheiðinni en Feðgar á ferð, sem var þáttaröð á Stöð 2 fyrir nokkrum árum myndaði einmitt Guðna þá við tínslu. „Jú, hann er alveg hörkukarl, það er ekki hægt að neita því, hann hefur staðið sig vel í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur,” segir Þröstur þegar hann er spurður út í dugnað pabba síns. Og hann er búinn að gefa allan peninginn til íþróttafélagsins Garps eða hvað? „Já mikið af honum og önnur líknarfélög og styrkja bókaútgáfu. Þetta hefur allt farið til góðra verka. Ég er mjög stoltur af pabba, annað er ekki hægt”, segir Þröstur. Guðni á Þverlæk, ásamt Þresti syni sínum, sem býr á Fossheimum á Selfossi eftir að hafa hálsbrotnað í maí 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað hefur Guðni safnað nákvæmlega miklum peningum á þessum 20 árum? „Það reyndust vera 28,3 milljónir. Rúmar 22 hafa farið í íþróttafélagið en hitt hefur farið í ýmsa aðra félagsstarfsemi hérna á Suðurlandi,” segir Guðni, sem tók tölurnar saman um síðustu áramót. Guðni segist líka gera töluvert af því að sækja umbúðir á sveitabæi og svo safnar hann í sérstaka kassa á svæðinu á milli Þjórsár og Rangár. Guðni er með og hefur alltaf verið með mjög gott bókhald yfir það hvað hann er að safna mikið eftir daginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir alltaf nóg af dósum og flöskum hér og þar í vegköntunum. „Já, það er töluvert stúss að eiga við þetta, það fer mörg stundin í þetta en á sama tíma heldur þetta mér í góðu formi. Ég fæ út úr þessu hreyfingu og að hafa eitthvað til að hugsa um, ekki bara að koðna ekki bara niður,” segir Guðni. En þú ert orðinn 92 ára, þú veist það? „Svo er sagt,” segir hann hlæjandi. Og Guðni ætlar að halda áfram að tína og leggja góðum málefnum lið. „Já á meðan ég hef hreyfigetu þá verð ég eitthvað að grúska í þessu,” segir Guðni kátur og hress 92 ára dósasafnari á Suðurlandi. Þröstur er að sjálfsögðu mjög stoltur af pabba sínum og hvað hann hefur náð að safna miklum peningum síðustu 20 ár og gefa þá til baka til ýmissa mála.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Rangárþing ytra Eldri borgarar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira