Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2026 19:32 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/Bjarni Hálfbróðir Margrétar Löf sem var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að ráða föður sínum bana ætlar að halda áfram með kröfu um að hún verði svipt erfðarétti fyrir Landsrétti. Lögmaður hans segir málið ekki snúast um krónur eða aura heldur réttlæti. Það sé bæði lög- og siðfræðilega rétt að fallast á kröfuna. Hálfbróðir Margrétar Höllu Hansdóttur Löf krafðist þess í einkaréttarmáli við aðalmeðferð í Súlunesmálinu á síðasta ári að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til að erfa hann. Kröfunni var vísað frá á grundvelli þess að hún hefði átt að koma frá ákæruvaldinu en ekki í einkakröfu. Margrét var í desember dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Ríkissaksóknari óskar eftir flýtimeðferð Margrét Löf áfrýjaði dómnum yfir sér til Landsréttar í lok desember. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara liggur ekki fyrir hvenær málið verður tekið fyrir þar. Embættið óskaði eftir flýtimeðferð á afgreiðslu dómsgerða frá Héraðsdómi Reykjaness. Þá liggur greinargerð ákærðu enn ekki fyrir. Snúist ekki um krónur og aura Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hálfbróður Margrétar staðfestir að hann ætli að halda áfram með kröfuna um brottfall erfðaréttar. Það verði gert á sama tíma og áfrýjunarmál hennar fer fyrir Landsrétt. „Málið snýst auðvitað ekki um krónur og aura hjá umbjóðanda mínum. Þetta snýst um réttlæti. Það er algjörlega ótækt að manneskja sem fyrirkemur annarri taki arf eftir viðkomandi. Það einfaldlega gengur ekki upp í réttarríki. Þannig að þetta snýst um réttlæti í hans huga,“ segir Vilhjálmur. Telur að krafan verði samþykkt Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá ríkissaksóknara um hvort krafan um að Margrét Halla verði gerð arflaus verði nú hluti af málsmeðferð ákæruvaldsins í Landsrétti og fékk þau svör að enn sé of snemmt að segja til um það. Vilhjálmur telur líklegt að niðurstaðan í Landsrétti verði að kröfunni verði aftur vísað til héraðsdóms. Hann telur að dómstólar komist að réttri niðurstöðu. „Það er lögfræðilega rétt og í samræmi við siðferðisvitund almennings að taka kröfuna til greina og ég treysti því að íslenskir dómstólar muni gera það með réttum hætti,“ segir Vilhjálmur. Manndráp í Súlunesi Dómstólar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Hálfbróðir Margrétar Höllu Hansdóttur Löf krafðist þess í einkaréttarmáli við aðalmeðferð í Súlunesmálinu á síðasta ári að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til að erfa hann. Kröfunni var vísað frá á grundvelli þess að hún hefði átt að koma frá ákæruvaldinu en ekki í einkakröfu. Margrét var í desember dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Ríkissaksóknari óskar eftir flýtimeðferð Margrét Löf áfrýjaði dómnum yfir sér til Landsréttar í lok desember. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara liggur ekki fyrir hvenær málið verður tekið fyrir þar. Embættið óskaði eftir flýtimeðferð á afgreiðslu dómsgerða frá Héraðsdómi Reykjaness. Þá liggur greinargerð ákærðu enn ekki fyrir. Snúist ekki um krónur og aura Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hálfbróður Margrétar staðfestir að hann ætli að halda áfram með kröfuna um brottfall erfðaréttar. Það verði gert á sama tíma og áfrýjunarmál hennar fer fyrir Landsrétt. „Málið snýst auðvitað ekki um krónur og aura hjá umbjóðanda mínum. Þetta snýst um réttlæti. Það er algjörlega ótækt að manneskja sem fyrirkemur annarri taki arf eftir viðkomandi. Það einfaldlega gengur ekki upp í réttarríki. Þannig að þetta snýst um réttlæti í hans huga,“ segir Vilhjálmur. Telur að krafan verði samþykkt Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá ríkissaksóknara um hvort krafan um að Margrét Halla verði gerð arflaus verði nú hluti af málsmeðferð ákæruvaldsins í Landsrétti og fékk þau svör að enn sé of snemmt að segja til um það. Vilhjálmur telur líklegt að niðurstaðan í Landsrétti verði að kröfunni verði aftur vísað til héraðsdóms. Hann telur að dómstólar komist að réttri niðurstöðu. „Það er lögfræðilega rétt og í samræmi við siðferðisvitund almennings að taka kröfuna til greina og ég treysti því að íslenskir dómstólar muni gera það með réttum hætti,“ segir Vilhjálmur.
Manndráp í Súlunesi Dómstólar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira