Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2025 08:02 Jimmy Kimmel var gestur í þætti Stephen Colbert í gærkvöldi. Getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var staddur á klósettinu þegar hann fékk skilaboð um að þáttur hans yrði tekinn af skjánum í kjölfar ummæla um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk. Kimmel taldi þá að sjónvarpsferlinum væri lokið. Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney. Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney.
Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira