Kim „loksins“ útskrifuð Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær. Lífið 22.5.2025 14:54
Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. Lífið 21.5.2025 10:59
Staupasteinsstjarna er látin George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall. Bíó og sjónvarp 20.5.2025 20:18
Joe Don Baker látinn Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 15. maí 2025 14:25
Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137. Lífið 15. maí 2025 13:03
Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dómsal í París fyrr í vikunni þar sem hún mætti mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Hún sendi þeim skýr skilaboð með því að mæta þakin demöntum að andvirði sjö milljón dollara. Lífið 15. maí 2025 10:27
Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd „Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið. Lífið 15. maí 2025 07:01
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Bandaríski leikstjórinn Robert Benton, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, er látinn. Hann varð 92 ára. Bíó og sjónvarp 14. maí 2025 10:39
Í kossaflensi á Beyoncé Eitt frægasta par í heimi, hjónin Meghan Markle hertogaynja af Sussex og hennar heittelskaði Harry Bretaprins, fóru á alvöru stefnumót um helgina í Los Angeles um helgina. Parið birti myndir af sér í faðmlögum og kossum þar sem þau börðu goðsögnina Beyoncé augum á tónleikum stjörnunnar. Lífið 12. maí 2025 13:40
Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Fyrirsætan Molly-Mae Hague og boxarinn Tommy Fury eru tekin aftur saman eftir að hafa slitið fimm ára sambandi sínu í ágúst síðastliðnum. Parið sem á saman tveggja ára dótturina Bambi ávann sér frægð fyrir þátttöku í raunveruleikaþátunum Love Island árið 2019. Lífið 9. maí 2025 11:13
Leikstjórinn James Foley er látinn Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Lífið 9. maí 2025 09:18
Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Bandaríska Walt Disney Company og upplifunarfyrirtækið Miral í Abú Dabí ætla sér að opna nýja risa Disney-skemmtigarð í Abú Dabí. Viðskipti erlent 7. maí 2025 13:08
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. Lífið 7. maí 2025 07:01
Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Leikkonan Jennifer Aniston var stödd heima hjá sér þegar maður keyrði bíl gegnum hliðið að heimili hennar í Los Angeles. Öryggisvörður Aniston yfirbugaði manninn, sem er á áttræðisaldri, áður en lögregla kom á vettvang og handtók hann. Lífið 6. maí 2025 10:41
Þau allra nettustu á Met Gala Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta. Tíska og hönnun 6. maí 2025 09:41
Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Stórstjarnan Rihanna lét sig ekki vanta á hátískuviðburð ársins í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Hún er þekkt fyrir að bera af á þessu kvöldi og toppaði sig í gær með að afhjúpa glæsilega óléttukúlu. Tíska og hönnun 6. maí 2025 08:54
Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Ofurfyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmæli sínu með glæsibrag í New York á dögunum. Á meðal gesta voru nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood, þar á meðal kærastinn hennar, leikarinn Bradley Cooper. Hadid deildi myndum úr veislunni á Instagram-síðu sinni. Lífið 5. maí 2025 15:54
Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. Lífið 5. maí 2025 15:21
Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Fyrsti mánudagur í maí er runninn upp sem er gjarnan uppáhalds mánudagur tískuunnenda. Ástæða þess er að Met Gala, stærsta tískuhátíð í heimi, fer fram í New York í kvöld. Tíska og hönnun 5. maí 2025 13:00
Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi. Lífið 4. maí 2025 23:12
Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Sílesk-bandaríski stórleikarinn Pedro Pascal er staddur í Reykjavík. Lífið 4. maí 2025 16:15
Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. Lífið 3. maí 2025 23:03
„Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Kanye West og Bianca Censori hyggjast lögsækja tannlækninn Thomas Connelly fyrir að hafa útvegað rapparanum „hættulegt“ magn hláturgass sem gerði hann háðan gasinu, leiddi til mikilla geðsveifla og olli honum „taugafræðilegum skaða“. Lífið 3. maí 2025 14:08
Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Erlent 2. maí 2025 10:13