Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 10:29 FJörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni sem rakst á fólksbíl og lenti utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustir í desember árið 2017. Tveir ferðamannanna létust og tugir slösuðust. Ökumaður rútunnar var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira