Skoðun

Krist­rún slær á puttana á Við­reisn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins.

„Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þjóðar­inn­ar til þess að standa vörð um hags­muni þjóðar­inn­ar og vil ráðast í aðgerðir eða veg­ferðir sem munu styrkja hag þjóðar­inn­ar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitt­hvað núna sem tek­ur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evr­ópu­mál­in snerta ekki nú­ver­andi efna­hags­ástand. Það ligg­ur al­veg fyr­ir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman.

„Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þjóðar­inn­ar til þess að standa vörð um hags­muni þjóðar­inn­ar og vil ráðast í aðgerðir eða veg­ferðir sem munu styrkja hag þjóðar­inn­ar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitt­hvað núna sem tek­ur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evr­ópu­mál­in snerta ekki nú­ver­andi efna­hags­ástand. Það ligg­ur al­veg fyr­ir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman.

Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það.

Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins!

Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins.

Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)




Skoðun

Skoðun

76 dagar

Erlingur Sigvaldason skrifar

Sjá meira


×