Innlent

Í beinni frá héraðs­dómi, unglingadrykkja og áheitakóngur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Tveir sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Við förum yfir málið í hádegisfréttum og verðum í beinni frá héraðsdómi þar sem fréttamaður okkar fylgist með aðalmeðferðinni.

Jökulhlaupið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er gengið yfir að mestu. Við ræðum við sérfræðing á Veðurstofunni sem segir hlaupið hafa verið óvenjulegt.

Við gerum einnig upp menningarnæturhelgina en yfir hundrað mál sem tengdust unglingadrykkju komu upp á Menningarnótt. Verkefnastjóri hjá samfélagslögreglunni segir drykkjuna hafa verið að aukast á síðustu árum. Þá heyrum við í áheitakónginum í Reykjavíkurmaraþoni en met var slegið í söfnun í tengslum við maraþonið.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×