Körfubolti

Pól­verjar bæta við sig Kana fyrir EM

Siggeir Ævarsson skrifar
Jordan Loyd hefur þegar leikið æfingaleiki með Pólverjum og er klár í slaginn fyrir EM.
Jordan Loyd hefur þegar leikið æfingaleiki með Pólverjum og er klár í slaginn fyrir EM. EPA/Jarek Praszkiewicz

Pólska landsliðið hefur fengið góðan liðstyrk fyrir komandi Evrópumót í körfubolta en hinn bandaríski Jordan Loyd mun leika með liðinu á mótinu.

Pólska liðið varð fyrir töluverðri blóðtöku fyrr í sumar þegar Jeremy Sochan meiddist en Sohan leikur með San Antonio Spurs í NBA. Sochan á pólska móður og því var hans leið í landsliðið nokkuð hrein og bein en Loyd hefur engin tengsl við Pólland.

Hann fékk einfaldlega afhent pólskt vegabréf á dögunum í þeim eina tilgangi að bæta honum í hópinn fyrir Evrópumótið. Hinn bandaríski Jerrick Harding fékk einnig sömu sérmeðferð en aðeins má hafa einn „erlendan“ leikmann í hópnum.

Loyd, sem er 32 ára, býr yfir mikilli reynslu en hann leikur í dag með Monaco í frönsku deildinni. Hann hefur einnig leikið m.a. á Spáni, Rússlandi og Ísrael og tekið fjórum sinnum þátt í EuroLeague. Þá lék hann tólf leiki með Toronto Raptors í NBA tímabilið 2018-2019.

Karfan.is greindi upphaflega frá þessum áhugaverðu „félagaskiptin“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×