Til að halda trúverðugleika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.
Tengdar fréttir

Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu
Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda?
Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.

Þarf „töluvert og viðverandi aðhald“ til að minnka innlendan verðbólguþrýsting
Eigi að takast að vinna bug á þrálátum innlendum verðbólguþrýstingi þá er líklegt að það muni þurfa „töluvert og viðverandi aðhald“ í kringum fjögurra prósenta raunvaxtastig, að mati tveggja ytri nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ekki verður svigrúm til að ráðast í frekari lækkun stýrivaxta á næstunni ef nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, en hún gerir ráð fyrir að verðbólgan sveiflist nálægt núverandi gildi fram í byrjun næsta árs.