Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 13:38 Flugeldasýningin á Menningarnótt verður klukkutíma fyrr á ferðinni en áður. vísir/vilhelm Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. 24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira