Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 19:49 Bréf sem einn sakborninga reyndi að koma á hann þegar hann var í einangrun hafnaði í höndum fangavarða. Vísir/Anton Brink Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09
Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10