Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2025 07:02 Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar