Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:16 Utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segja tollaákvörðun Trumps hafa komið verulega á óvart. Vísir/Hjalti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun þar sem tíu til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landsins. Tollar á vörur frá Íslandi verða fimmtán prósent, en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. „Fyrir það fyrsta þá eru þetta vonbrigði. Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur þannig að við förum vel yfir stöðu mála, hagtölur ekki síst og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hagtölum beri ekki saman Samtöl voru byrjuð milli ríkjanna í vor eftir að tíu prósent tollar voru boðaðir á íslenska vöru. Þorgerður segir að ýtt verði frekar á samtal. „Við fengum strax þá viðbrögð sem bentu ekki til annars en að Bandaríkin séu reiðubúin til viðræðna. Ég vona að þær þá geti hafist formlega fyrr en síðar.“ Fimmtán prósent eru lágmarkstollur fyrir ríki sem flytja meira út til Bandaríkjanna en þau flytja inn frá Bandaríkjunum. Samkvæmt Hagstofunni flytur Ísland mun meira inn frá Bandaríkjunum en út til þeirra. Forsendur hækkunarinnar liggja ekki fyrir og taka tollarnir flestir gildi eftir sjö daga. „Það er allavega ljóst að hagtölum ber ekki saman og það var meðal annars vegna þess sem ég skrifa þetta bréf fyrr í sumar. Afstaða okkar er alveg skýr að við teljum þessar tollahækkanir hvorki hagnast íslenskum eða bandarískum neytendum né atvinnulíf,“ segir Þorgerður. Útflutningur Alvogen þrætueplið Samkvæmt heimildum fréttastofu felst munur í útreikningi Bandaríkjanna og Íslands á útflutningi lyfjafyrirtækisins Alvogen. Alvogen flytur vörur sínar fyrst til Evrópu áður en þær eru fluttar til Bandaríkjanna og eru því ekki reiknaðar til útflutningsvara til Bandaríkjanna hjá Hagstofunni. Bandaríkin líta öðru vísi á þetta og taka vörur Alvogen með inn í sinn reikning. „Mér skilst að munurinn liggi í því hvernig útflutningur Alvotec á lyfjum er reiknaður. Þetta eru ekki stórar tölur, sérstaklega ekki í samhengi bandarískra utanríkisviðskipta,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Lítill fyrirsjáanleiki í samskiptum við Bandaríkin Ólafur segir jákvætt að sjá snögg viðbrögð stjórnvalda. „Þetta kom náttúrulega mjög á óvart. Fyrirtæki voru farin að undirbúa sig undir tíu prósenta tolla, sem hafði verið boðaður. Þessi hækkun í fimmtán prósent kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. En fyrirsjáanleikinn í samskiptum við Bandaríkin núna er bara enginn,“ segir Ólafur. „Það er bara gott að heyra það frá stjórnvöldum nú þegar að það eigi að bregðast við þessu.“ Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun þar sem tíu til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landsins. Tollar á vörur frá Íslandi verða fimmtán prósent, en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. „Fyrir það fyrsta þá eru þetta vonbrigði. Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur þannig að við förum vel yfir stöðu mála, hagtölur ekki síst og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hagtölum beri ekki saman Samtöl voru byrjuð milli ríkjanna í vor eftir að tíu prósent tollar voru boðaðir á íslenska vöru. Þorgerður segir að ýtt verði frekar á samtal. „Við fengum strax þá viðbrögð sem bentu ekki til annars en að Bandaríkin séu reiðubúin til viðræðna. Ég vona að þær þá geti hafist formlega fyrr en síðar.“ Fimmtán prósent eru lágmarkstollur fyrir ríki sem flytja meira út til Bandaríkjanna en þau flytja inn frá Bandaríkjunum. Samkvæmt Hagstofunni flytur Ísland mun meira inn frá Bandaríkjunum en út til þeirra. Forsendur hækkunarinnar liggja ekki fyrir og taka tollarnir flestir gildi eftir sjö daga. „Það er allavega ljóst að hagtölum ber ekki saman og það var meðal annars vegna þess sem ég skrifa þetta bréf fyrr í sumar. Afstaða okkar er alveg skýr að við teljum þessar tollahækkanir hvorki hagnast íslenskum eða bandarískum neytendum né atvinnulíf,“ segir Þorgerður. Útflutningur Alvogen þrætueplið Samkvæmt heimildum fréttastofu felst munur í útreikningi Bandaríkjanna og Íslands á útflutningi lyfjafyrirtækisins Alvogen. Alvogen flytur vörur sínar fyrst til Evrópu áður en þær eru fluttar til Bandaríkjanna og eru því ekki reiknaðar til útflutningsvara til Bandaríkjanna hjá Hagstofunni. Bandaríkin líta öðru vísi á þetta og taka vörur Alvogen með inn í sinn reikning. „Mér skilst að munurinn liggi í því hvernig útflutningur Alvotec á lyfjum er reiknaður. Þetta eru ekki stórar tölur, sérstaklega ekki í samhengi bandarískra utanríkisviðskipta,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Lítill fyrirsjáanleiki í samskiptum við Bandaríkin Ólafur segir jákvætt að sjá snögg viðbrögð stjórnvalda. „Þetta kom náttúrulega mjög á óvart. Fyrirtæki voru farin að undirbúa sig undir tíu prósenta tolla, sem hafði verið boðaður. Þessi hækkun í fimmtán prósent kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. En fyrirsjáanleikinn í samskiptum við Bandaríkin núna er bara enginn,“ segir Ólafur. „Það er bara gott að heyra það frá stjórnvöldum nú þegar að það eigi að bregðast við þessu.“
Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31
Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent