Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 09:11 Sakborningar neituðu sök við þinglýsingu málsins en játuðu skýlaust fyrir dómi í júlí. Vísir/Vilhelm Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira