Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 20:13 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Hún vill að ríkissaksóknari skýri ákvörðun sína. Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira