„Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 17:03 Bjarni Hafþór fer um viðan völl í uppistandi sínu, Hristur en ekki hrærður, sem aðgengilegt er á Sýn+. Vísir „Þetta er alvarlegt, þetta er erfitt en það er svo mikilvægt að nýta dagana vel og vera glaður,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem er með Parkinson. Á meðan hann getur, vill hann njóta og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“ Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“
Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira