Starfsfólk á kvikmyndasetti Nolan gistir í grunnskóla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. júní 2025 15:23 Starfsfólk sem starfar við framleiðslu á kvikmynd Nolan fékk inn í Hvolsskóla. Rangárþing eystra/Getty Fjögur hundruð manns sem starfa við framleiðslu hérlendis á kvikmynd Christophers Nolan fengu inn í grunnskóla á Hvolsvelli eftir að tjaldbúðir þeirra fuku. Í tilkynningu á heimasíðu Rangárþings eystra segir að Hvolsskóli hefði verið tekinn á leigu frá og með föstudeginum 13. júní til laugardagsins 21. júní fyrir fjögur hundruð starfsmenn sem starfa við framleiðslu á stórmynd. Hópurinn mun koma til með að nota skólann sem eins konar bækistöðvar á meðan tökur standa yfir. „Þessi leiga kemur til með mjög skömmum fyrirvara þar sem tjaldbúðir TrueNorth sem búið var að setja upp í Vík, fuku og eyðilögðust í roki í vikunni. Því þurfti að hafa hraðar hendur og finna aðra gistingu fyrir þennan stóra hóp,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að mikið leyndarmál sé hvaða verkefni er um að ræða en hins vegar fylgi sögunni að „þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða kvikmynd í leikstjórn heimsfræga leikstjórans Christophers Nolan, sem leikstýrið meðal annars Oppenheimer og Interstellar en sú síðarnefnda var einnig tekin upp að hluta til hér á landi. Kvikmyndin ber heitið The Odyssey en í henni leika stórstjörnur á við Anne Hathaway, Matt Damon, Robert Pattinson, Tom Holland og Zendaya. „Kvikmyndatökur munu að mestu fara fram á næturnar í Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi. Vegna þessa óvenjulega vinnutíma mun hópurinn sofa í Hvolsskóla yfir daginn og biðjum við íbúa að sýna því skilning,“ segir á vefsíðu Rangárþings eystra. Rangárþing eystra Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Í tilkynningu á heimasíðu Rangárþings eystra segir að Hvolsskóli hefði verið tekinn á leigu frá og með föstudeginum 13. júní til laugardagsins 21. júní fyrir fjögur hundruð starfsmenn sem starfa við framleiðslu á stórmynd. Hópurinn mun koma til með að nota skólann sem eins konar bækistöðvar á meðan tökur standa yfir. „Þessi leiga kemur til með mjög skömmum fyrirvara þar sem tjaldbúðir TrueNorth sem búið var að setja upp í Vík, fuku og eyðilögðust í roki í vikunni. Því þurfti að hafa hraðar hendur og finna aðra gistingu fyrir þennan stóra hóp,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að mikið leyndarmál sé hvaða verkefni er um að ræða en hins vegar fylgi sögunni að „þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða kvikmynd í leikstjórn heimsfræga leikstjórans Christophers Nolan, sem leikstýrið meðal annars Oppenheimer og Interstellar en sú síðarnefnda var einnig tekin upp að hluta til hér á landi. Kvikmyndin ber heitið The Odyssey en í henni leika stórstjörnur á við Anne Hathaway, Matt Damon, Robert Pattinson, Tom Holland og Zendaya. „Kvikmyndatökur munu að mestu fara fram á næturnar í Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi. Vegna þessa óvenjulega vinnutíma mun hópurinn sofa í Hvolsskóla yfir daginn og biðjum við íbúa að sýna því skilning,“ segir á vefsíðu Rangárþings eystra.
Rangárþing eystra Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira