Lífið

Kjalar ást­fanginn í tvö ár

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Fyrrum Idol keppandinn Kjalar og sálfræðineminn Metta Sigurrós hafa verið ástfangin í tvö ár í dag.
Fyrrum Idol keppandinn Kjalar og sálfræðineminn Metta Sigurrós hafa verið ástfangin í tvö ár í dag. Instagram @kjalar.m

Tónlistarmaðurinn Kjalar M. Kollmar söng sig inn í hjörtu landsmanna í Idoli Stöðvar 2 árið 2023 og hafnaði öðru sæti. Hann söng sig þó sérstaklega inn í hjarta sálfræðinemans Mettu Sigurrósar en þau eiga tveggja ára sambandsafmæli í dag. 

Kjalar birti fallega færslu á Instagram af parinu þar sem hann skrifar: 

„Tvö ár með ástinni í lífi mínu.“

Kjalar hefur komið víða við í tónlistinni frá Idol þátttökunni, meðal annars í Söngvakeppninni 2023 og er nú búsettur í Berlín þar sem hann leggur stund við tónlistarnám í tónlistarskólanum Jazz Institut Berlin. 

Hann er þó duglegur að koma heim, heimsækja sína heittelskuðu og taka fjölbreytt tónlistargigg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.