Lífið

Þarf ekki stóra í­búð til að gera heimilið fal­legt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auður er frábær innanhúshönnuður.
Auður er frábær innanhúshönnuður.

Það þarf ekki stóra íbúð til að vera með töff heimili. Hönnuðurinn og innanhússarkitektinn Auður Gná Ingvarsdóttir hefur tekið nokkrar íbúðir og endurhannað frá grunni.

Auður er einn af flottustu innanhúss arkitektum og hönnuðum landsins. Hún hefur einnig verið brautryðjandi í íslenskum hönnunarheimi þar sem hún hefur leitt saman íslenska hönnuði og fyrirtæki. Og nú er Auður sjálf með gríðarlega spennandi hönnunarfyrirtæki. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði nýjustu íbúð Auðar sem hún hefur alveg innréttað frá grunni en þar sést vel að ekki þarf stóra íbúð til þess að búa mjög skemmtilega og í fallegu umhverfi.

„Ég myndi segja að mín stíll sé svolítið klassískur og hefur breyst lítið í gegnum áratugina. Heimilið mitt hefur verið svipað lengi vel. Ég vil hafa hvíta veggi og helst hvít gólf og leyfa síðan munum að taka smá sviðið,“ segir Auður og heldur áfram.

„Ég kaupi þessa íbúð árið 2021 og var þá búin að leita í svolítinn tíma. Ég hafði ekki mikinn tíma en ég hreinsaði meira og minna allt út úr henni og breytti eldhúsinu umtalsvert. Svona eldhús finnst mér mjög þægilegt að vinna í, mjög lítil og maður þarf varla að hreyfa sig frá ísskáp til eldavélar,“ segir Auður sem fer ítarlega yfir hönnun eignarinnar í innslaginu í hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.