Innlent

Fram­kvæmdir í tómri Ár­bæjar­laug ganga vel

Atli Ísleifsson skrifar
Til stendur að flísaleggja vaðlaugina að nýju. 
Til stendur að flísaleggja vaðlaugina að nýju.  Þorvaldur Sturluson

Framkvæmdir í Árbæjarlaug hafa nú staðið yfir í nokkra daga en til stendur að gera ýmsar endurbætur á lauginni. Framkvæmdir eru sagðar ganga vel.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar, en laugin hefur verið lokuð frá 19. maí.

Í færslunni eru birtar myndir sem teknar voru í blíðviðrinu á miðvikudag þar sem sjá má tóma laugina og menn að störfum. 

Þorvaldur Sturluson

„Auk þess að endurnýja flísalögnina þar er verið að vinna við viðhald sem ekki er hægt að sinna á meðan laugin er opin.

Áætlað var að framkvæmdir myndu standa yfir til og með 4. júní og miðað við ganginn í verkinu nú lítur út fyrir að það standist. Fastagestir geta því látið sig hlakka til að mæta í nýja og flotta laug í júní,“ segir í færslunni. 

Þorvaldur Sturluson

defaultÞorvaldur Sturluson

Tengdar fréttir

Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun

Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×