Dæmdur skattsvikari beri enga ábyrgð á fjármálum fyrirtækisins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 21:52 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrvals Útsýnar. Hægra megin er gömul auglýsing frá ferðaskrifstofu Viktors, sem þurfti að loka vegna ófullnægjandi tryggingargreiðslna. Vísir Forstjóri Úrvals Útsýnar segir að Viktor Heiðdal Sveinsson, sem sakfelldur var árið 2021 fyrir skattalagabrot í tengslum við ferðaskrifstofur sínar en starfar nú sem ráðgjafi hjá Úrval Útsýn, hafi ekkert með fjármál fyrirtækisins að gera. Hann sjái aðeins um skipulagningu ferða. Í vikunni birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Úrval Útsýn, þar sem sagt er frá sex ferðum um Asíu og Afríku sem fyrirtækið býður upp á. Viktor Sveinsson, sem titlaður er sem sérfræðingur Úrvals Útsýnar, prýðir forsíðu auglýsingarinnar sem er langt viðtal við Viktor sjálfan þar sem hann segir frá ferðunum. „Það eru fáir landsmenn sem þekkja ferðalög um Asíu og Afríku líkt og Viktor Sveinsson sérfræðingur hjá Úrval Útsýn, gerir en hann á veg og vanda af sex vönduðum sérferðum sem kynntar verða á fimmtudaginn næsta, þann 12. júní í Hlíðarsmára 14, sal Lions á Íslandi,“ segir í auglýsingunni. Sátu eftir með sárt ennið Viktor Heiðdal Sveinsson var í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Oríental, sem síðar varð Farvel. Farvel hóf starfsemi 2016 og byggði á grunni Oríental sem Viktor hafði stofnað áratug fyrr. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var skyndilega fellt úr gildi í desember 2019 þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins. Fjölmargir viðskiptavinir Farvel sátu þá eftir með sárt ennið, eftir að hafa verið látin greiða fyrir ferðir sem aldrei voru farnar. Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar sögðu frá því að tveimur dögum áður en tilkynnt var um lokun ferðaskrifstofunnar hefði Viktor sett sig í samband við eiginmann Sigríðar og beðið hann að leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Viktor hafi svo aldrei látið náð í sig eftir það, en Sigríður telur afar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af fyrirhugaðri lokun tveimur dögum áður. Viktor var svo ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum frá 2014 til 2018, og var hann sakfelldur árið 2021 í Héraðsdómi Suðurlands. Tekjurnar sem ekki voru taldar upp námu ríflega 81 milljónum króna. Viktor sjái um skipulag en beri enga ábyrgð á fjármálum Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar, segir að Viktor beri enga fjárhagslega ábyrgð hjá Úrvali Útsýn. „Hann er með ýmsar ferðir, hann er bara ráðgjafi hjá okkur, ekki fastur starfsmaður. Hann kemur að hönnun ýmissa ferða á þessu svæði sem hann þekkir vel til.“ „Ég ítreka að við berum alla ábyrgð á allri framkvæmd og fjárhagslega hlutanum,“ segir Þórunn. Ferðir Viktors hafi verið farnar á ábyrgð Úrvals Útsýnar og þær hafi verið algjörlega til fyrirmyndar hingað til. Ekki náðist í Viktor við vinnslu fréttarinnar. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Ferðalög Tengdar fréttir Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Sjá meira
Í vikunni birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Úrval Útsýn, þar sem sagt er frá sex ferðum um Asíu og Afríku sem fyrirtækið býður upp á. Viktor Sveinsson, sem titlaður er sem sérfræðingur Úrvals Útsýnar, prýðir forsíðu auglýsingarinnar sem er langt viðtal við Viktor sjálfan þar sem hann segir frá ferðunum. „Það eru fáir landsmenn sem þekkja ferðalög um Asíu og Afríku líkt og Viktor Sveinsson sérfræðingur hjá Úrval Útsýn, gerir en hann á veg og vanda af sex vönduðum sérferðum sem kynntar verða á fimmtudaginn næsta, þann 12. júní í Hlíðarsmára 14, sal Lions á Íslandi,“ segir í auglýsingunni. Sátu eftir með sárt ennið Viktor Heiðdal Sveinsson var í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Oríental, sem síðar varð Farvel. Farvel hóf starfsemi 2016 og byggði á grunni Oríental sem Viktor hafði stofnað áratug fyrr. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var skyndilega fellt úr gildi í desember 2019 þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins. Fjölmargir viðskiptavinir Farvel sátu þá eftir með sárt ennið, eftir að hafa verið látin greiða fyrir ferðir sem aldrei voru farnar. Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar sögðu frá því að tveimur dögum áður en tilkynnt var um lokun ferðaskrifstofunnar hefði Viktor sett sig í samband við eiginmann Sigríðar og beðið hann að leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Viktor hafi svo aldrei látið náð í sig eftir það, en Sigríður telur afar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af fyrirhugaðri lokun tveimur dögum áður. Viktor var svo ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum frá 2014 til 2018, og var hann sakfelldur árið 2021 í Héraðsdómi Suðurlands. Tekjurnar sem ekki voru taldar upp námu ríflega 81 milljónum króna. Viktor sjái um skipulag en beri enga ábyrgð á fjármálum Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar, segir að Viktor beri enga fjárhagslega ábyrgð hjá Úrvali Útsýn. „Hann er með ýmsar ferðir, hann er bara ráðgjafi hjá okkur, ekki fastur starfsmaður. Hann kemur að hönnun ýmissa ferða á þessu svæði sem hann þekkir vel til.“ „Ég ítreka að við berum alla ábyrgð á allri framkvæmd og fjárhagslega hlutanum,“ segir Þórunn. Ferðir Viktors hafi verið farnar á ábyrgð Úrvals Útsýnar og þær hafi verið algjörlega til fyrirmyndar hingað til. Ekki náðist í Viktor við vinnslu fréttarinnar.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Ferðalög Tengdar fréttir Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Sjá meira
Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00
Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45