Lífið

Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“

Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Gógó Starr er einn af skipuleggjendum Klúróvision sem fer fram í kvöld.
Gógó Starr er einn af skipuleggjendum Klúróvision sem fer fram í kvöld.

Klúróvision fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem elska Eurovision en elska mannréttindi meira.

Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gógó Starr, dragdrottningu og skipuleggjanda Klúróvision, í kvöldfréttum.

„Við erum með Klúróvision þar sem við erum að nýta krafta okkar sem kabarett-listafólk til þess að fagna þessum gömlu lögum og nostalgíunni sem við finnum í Eurovision,“ segir Gógó og bætir við:

„Af því maður getur ekki beint notið keppninnar í dag eins og áður þar sem Ísrael fær að taka þátt og hvítþvo ímynd sína fyrir öllum heiminum. Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum.“

Plakatið fyrir viðburðinn er skreytt með litum Palestínu.

Þetta er yfirlýsing þessi viðburður en þið ætlið samt að halda í gleðina í kvöld?

„Auðvitað, við erum glimmer-trúðar í kjarnann og skiljum alveg þennan raunveruleikaflótta sem fólk vill fara í og munum fagna því,“ segir Gógó.

„Maður þarf að standa á sínu en samt gefa fólki pláss til að hafa gaman.“

Allur góðinn sem safnast af viðburðinum fer til félagsins Íslands-Palestínu að sögn Gógó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.