Erlent

Tugir látnir eftir hvirfil­byl í Banda­ríkjunum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Miklar skemmdir hafa orðið í borginni St Louis.
Miklar skemmdir hafa orðið í borginni St Louis. AP

Minnst 21 er sagður látinn eftir að hvirfilbylur fór í gegnum tvö ríki Bandaríkjanna.

Fjórtán dauðsföll hafa verið tilkynnt í Kentucky-ríki, samkvæmt yfirvöldum þar, og sjö í Missouri, þar af fimm í St Louis. Búist er við því að tala látina muni hækka.

Hvirfilbylurinn mun hafa farið í gegnum Kentucky snemma í nótt.

Þá hefur verið greint frá miklum skemmdum. Yfirvöld í Missouri segja fimm þúsund byggingar hafa orðið fyrir skemmdum. Í St Louis voru hundrað þúsund íbúðir án rafmagns um tíma.

„Andlátin og eyðileggingin er algjörlega hræðileg,“ er haft eftir Cara Spencer, bæjarstjóra St Louis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×