Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar 2. maí 2025 08:32 Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun